Einn kosturinn við það að búa í Bandaríkjunum er sá að það er afskaplega þægilegt að versla á netinu og fá sent heim að dyrum. Annar er sá að tollurinn skiptir sér nákvæmlega ekki neitt af því!
Ég komst þar af leiðandi ekki upp á lagið við þessa iðju fyrr en hér úti og verð betri í henni með hverjum deginu sem líður! Æfingin skapar jú meistarann!
Amazon hefur verið gríðarlega mikill vinur minn, þar er bókstaflega hægt að finna ALLT! Og þar sem ég hef verið afskaplega ákafur viðskiptavinur síðustu mánuði, fékk ég boðskort á hina stórkostlegu tilboðssíðu Myhabit. Fljótlega fann ég svo fleirri síður af svipuðu tagi, þar á meðal Ideeli, Zulily og Ru la la.
Á þessum síðum er að finna hinar ýmsu designers vörur á fáránlega góðu verði! Vörurnar eru til í örfáum eintökum og hvert tilboð er oft ekki í gildi í nema 1-2 daga. Auk þess að ef þú ákveður að kaupa vöru og setur hana í "körfuna" þína, endist hún þar aðeins í nokkrar mínútur áður en aðrir eiga möguleika á að "stela" henni frá þér! Góð hraða æfing í að velja og hafna, ekki satt?
Hafir þú sjálfsstjórn eru þetta frábærar síður til að skoða mikið úrval af fallegri hönnum! Og ef þú ert jafn kaupglaður einstaklingur og ég, mæli ég eindregið með síðunum! En faður varlega!
Ég get eytt heilu og hálfu dögunum á þessum síðum að skoða, en er að sjálfsögðu líka búin að gera fáránlega góð kaup!
![]() |
T.d þessi fáránlega flottu kerti frá DL & Co. |
Ps. Ég er búin með jólagjafainnkaup 2012...
Já, ég á við vandamál að stríða, einn daginn mun ég díla við það, í dag er ekki sá dagur!