Tuesday, October 9, 2012

Tilboðssíður á netinu!... Hjááálp!


Einn kosturinn við það að búa í Bandaríkjunum er sá að það er afskaplega þægilegt að versla á netinu og fá sent heim að dyrum. Annar er sá að tollurinn skiptir sér nákvæmlega ekki neitt af því!
Ég komst þar af leiðandi ekki upp á lagið við þessa iðju fyrr en hér úti og verð betri í henni með hverjum deginu sem líður! Æfingin skapar jú meistarann!

Amazon hefur verið gríðarlega mikill vinur minn, þar er bókstaflega hægt að finna ALLT! Og þar sem ég hef verið afskaplega ákafur viðskiptavinur síðustu mánuði, fékk ég boðskort á hina stórkostlegu tilboðssíðu Myhabit. Fljótlega fann ég svo fleirri síður af svipuðu tagi, þar á meðal IdeeliZulily og Ru la la.

Á þessum síðum er að finna hinar ýmsu designers vörur á fáránlega góðu verði! Vörurnar eru til í örfáum eintökum og hvert tilboð er oft ekki í gildi í nema 1-2 daga. Auk þess að ef þú ákveður að kaupa vöru og setur hana í "körfuna" þína, endist hún þar aðeins í nokkrar mínútur áður en aðrir eiga möguleika á að "stela" henni frá þér! Góð hraða æfing í að velja og hafna, ekki satt? 

Hafir þú sjálfsstjórn eru þetta frábærar síður til að skoða mikið úrval af fallegri hönnum! Og ef þú ert jafn kaupglaður einstaklingur og ég, mæli ég eindregið með síðunum! En faður varlega!
Ég get eytt heilu og hálfu dögunum á þessum síðum að skoða, en er að sjálfsögðu líka búin að gera fáránlega góð kaup! 

T.d þessi fáránlega flottu kerti frá DL & Co.


Ps. Ég er búin með jólagjafainnkaup 2012...
  

Já, ég á við vandamál að stríða, einn daginn mun ég díla við það, í dag er ekki sá dagur!


Wednesday, September 12, 2012

Garment District - It's not a district, it's a store!


Ég á mér uppáhalds stað, það er að sjáflsögðu fataverslun og heitir Garment District
Garment District er Secondhand búð með föt allt frá 50's upp til dagsins í dag. Endalaust magn af gullmolum til að gleðja fataskápinn, hátíska á hlægilegu verði.

Garment District - á stærð við Hagkaup í Skeifunni

 Þar sem að búðin er bara örfáum götum frá mér, geri ég mér ferð þangað a.m.k. einusinni í viku. Ég finn mér eitthvað fallegt í hvert einasta skipti og ætla ég að deila með ykkur nokkrum uppáhalds:



Skyrta m. Kúrekasniði frá Caché (Hluti af stuttbuxna drakt, báðir partar afskaplega fallegir en notist ALDREI saman!)  - 22$

80's/90's Samfestingur (Fullkomið snið!) - 8$ 

Uppháar Vintage Gallabuxur frá Levis (Lööv) - 12$

Ekta Rússkinns Jakki (Bilað flottur!) - 28$

80's/90's Kjóll (Þetta mynstur og snið bræðir mig) - 8$


60's Samfestingur (Svo Smart!)- 5$


Eins mikið og ég fíla Spútnik, Nostalgíu og fleiri svoleiðis búðir, þá komast þær ekki með tærnar þar sem þessi hefur hælana, þá sérstaklega hvað verðin varðar!
Endalaus hamingja að finna svona gullnámur! 




Monday, September 10, 2012

Haust Must Haves

Í dag kom loksins haustið sem ég er búin að bíða eftir! Talsvert napurt, enda ekki nema 16 stiga hiti þegar ég fór út í daginn. Haustið er ein af mínum uppáhalds árstíðum, sérstaklega þegar kemur að fatavali. Loksins er hægt að fara að ganga í lögum!

Ég held ég sé nokkuð vel stödd hvað varðar Haust Must Haves, örfá sem vantar enn, en mig langar að deila þeim með ykkur...

Best Basics - H&M

Hlýrabolir eru snilld, þeir passa við allt og undir allt! H&M sjá meiraðsegja til þess að þeir séu í trend litum hvers seasons. Nude, Svartur og svo þessi gordjöss Burgundy litur, sem er aðal litur haustins, fengu pláss í skúffunni.


H&M

Síð Peysa með stórum kraga... Need I say more? Á talsvert magn af stórum peysum en held að þessi verði bara að fá að fljóta með, svo falleg!


Aldo Accessories

Baggý húfa og stór trefill, ég valdi svart því svart fer við allt. Ég er ein af þeim sem vill ekki hafa neitt bert þegar fer að kólna og gerist þá mikill húfu og trefla elskandi.





Steve Madden - Rascal Boots,  Steve Madden - Troopa Boots , Steve Madden - Tarny Studded Boots 

Army Boots! Við gallabuxur, kjóla, stórar peysur... ALLT! Það er hægt að vera í þykkum sokkum í þeim, þau eru mega þægileg, ef maður velur rétt þá eru þau ekki sleip í hálku, vatnsheld, til í óteljandi útgáfum... Besta skó uppfinning EvEr! Í minni skóhillu eru bæði til svört og ljós khaki.




Dúnvesti - Calvin Klein - Garment District

Síðast en ekki síst! Verð ég að láta fylgja dúnvestið frá Calvin Klein sem ég fann í Garment District, ólýsanlega kósý, hlýtt og notalegt. Hlakka mikið til að úti verði nógu kalt til þess að nota það!






Saturday, September 8, 2012

Eau de Toilette

Fyrir mér eru ilmvötn eins og hver annar aukahlutur, nauðsynleg til að fullkomna heildar útkomuna. Ég get ekki sagt að ég sé týpan sem fann mér ilmvatn fyrir 7 árum og hefur haldið sig við það síðan, síður en svo, ég elska að finna mér nýjan ilm og geri það um það bil á hálfs árs fresti. Á vorin og yfir sumarið laðast ég að sætum og seiðandi ilmum sem minna á hvítar strandir og kokteila, hinsvegar breytist fýlingurinn þegar fer að hausta og ég sækji meira í látlausari ilm.



Í sumar gekk ég með Viva La Juicy frá Juicy Couture. Einstaklega vel samsettur ilmur, sætur og fruity með Villiberjum, Mandarínum og Karamellu, sem fullkomna þennan tælandi sumarilm. Umbúðirnar eru ekkert smá stylish, sem skemmir sko ekki fyrir innihaldinu!
Viva La Juicy - Juicy Couture
En nú er haustið komið í mig! Ég er farin að klæða mig full vel miðað við 25° sem hitamælirinn sýnir enn og mig farið að þyrsta í mildara ilmvatn. Í mollinu mínu er snyrtivörubúðn Sephora, hún er alltaf með nýjustu og flottustu ilmvötnin í hillunum hjá sér og tilvalið að fara þangað til að browsa. Þar fann ég þrjú ilmvötn sem ég fílaði í tætlur; 

Omnia Crystalline frá Bvlgari: Mjög léttur og þægilegur ilmur af Bambusi og perum.
Body frá Burberry: Létt kryddaður ferskju og blóma ilmur.
Light Blue - Dreaming In Portofino frá Dolce&Gabbana: Ferskur Sítrus ilmur með léttum ávaxta keim.




           



Eftir að hafa veifað prufu spjöldunum framaní mér í allan dag, hlutu Dolce&Gabbana vinninginn! Æðislega upplífgandi og ferskur ilmur.
Ég pantaði mér glas af Blue Light - Dreaming in Portofino hjá vinum mínum á Amazon, sem þýðir bara eitt...
Pakki til mín eftir helgi! Vúhúú!

Friday, September 7, 2012

Le Tit

Þangað til fyrir ekki svo löngu hafði ég ekki svo mikinn áhuga á brjóstahöldurum, þ.e.a.s. brjóstahöldurum fyrir mig. Þegar ég var ennþá á toppi gelgjunnar átti ég auðvitað glás af brjóstahöldurum í 10 mismunandi grænum lit. Svo stækkuðu brjóstin og þar sem að svart hefur þann eiginleika að ganga við allt, breyttist nærfata skúffan í tvo svarta, annar strapless, einn hvítan, og tvo fyrir "skemmtileg tilefni", if you know what I mean... Stærð 36B, ekkert sérstaklega þægilegir en ég meina, síðan hvenær eru brjóstahaldarar þægilegir? right? og tiltölulega boring!

Þegar kom að þeim tímapunkti sem ég var hætt að geta verið í þessum tveimur "fyrir skemmtileg tilefni" vegna óþæginda og hin brjóstahöldin orðnir frekar slöpp og ég tala nú ekki um neðripartana sem flestir höfðu fengið stimpilinn, "sá tími mánaðarins", var tími til kominn að endurnýja þessa fataskúffu.

Heimsókn til himnaríkis! -Victoria's Secret





Í himnaríki eru allar stærðir og gerðir brjóstahaldara sem þú getur ímyndað þér! ... Og ekki! En fyrst og fremst er þar boðið upp á brjóstamælingu, sem ég þáði, og viti menn! Ég er ekki með lítil brjóst eftir allt saman! Ég er heillri skál stærri en ég hélt eða 36C! Sem þýðir að sjálfsögðu að um leið og ég var komin í rétta stærð af brjóstahaldara með hinu fullkomna sniði var ég í fyrsta skipti í þægilegu aðhaldi og brjóstin á mér... KaBúmm!


Nokkrum vikum seinna fann ég svo aðra undirfatabúð! - Aerie





Alls ekki síðri en Victoria's og þjónustan uppá 10,5! Himneskir brjóstahaldarar en örlítið "smáatriði" sem særði tilfinningar mínar talsvert, þeir hanna ekki fullkomlega matching brjóstahaldara og nærbuxur. Þ.e.a.s. þú getur fundið undirföt sem ganga saman en þau eru ekki gerð til þess... Þrátt fyrir það sættist ég á endanum á "næstum í stíl" sem enginn tekur eftir nema ég!

Og þar sem ég er að rokka það að vera með brjóst! Datt mér ekki í hug að kaupa boring undirföt svo nú á ég bara undirföt merkt; "skemmtileg tilefni"!



Victoria's Secret


Aerie



 And they all got a matching pantie!!




Thursday, September 6, 2012

Aukahluta hamingja!


 Ég komst í aukahlutafýling í vikunni. Fór í uppáhalds búðina mína hérna í Boston, Garment District og fékk æðislegan 80's samfesting! Alveg plein svartur svo aukahlutir =  nauðsyn.

Beltið fékk ég í Aldo, Skórnir eru úr Forever 21 og veskið fann ég í Call It Spring

Þetta allt, jafnvel þó ég reikni samfestinginn með,  fékk ég fyrir minni pening en ég hefði borgað fyrir skóna sem ég íhugaði fyrst að kaupa, ég get ekki sagt að ég sé ósátt við þann díl! Seisei nei!
Mojo Moxy - Revenge...  So expensive

Liturinn er búinn að vera mjög vinsæll í sumar, fataskápurinn minn er a.m.k á því og þessi nude-bleiki litur verður geggjaður til að lífga upp á dökku litina sem koma inn fyrir haustið.

Þó þessi litur sé í miklu uppáhaldi hjá mér gat ég ekki annað en kúgast örlítið þegar ég sá þessar buxur í H&M! Hvað gengur fólki til? Ekki nóg með að þær séu gulllitaðar heldur datt einhverjum í hug að troða á þær blómamunstri í nude-bleika litnum... Beinustu leið í tískuslysa flokkinn!