Monday, September 10, 2012

Haust Must Haves

Í dag kom loksins haustið sem ég er búin að bíða eftir! Talsvert napurt, enda ekki nema 16 stiga hiti þegar ég fór út í daginn. Haustið er ein af mínum uppáhalds árstíðum, sérstaklega þegar kemur að fatavali. Loksins er hægt að fara að ganga í lögum!

Ég held ég sé nokkuð vel stödd hvað varðar Haust Must Haves, örfá sem vantar enn, en mig langar að deila þeim með ykkur...

Best Basics - H&M

Hlýrabolir eru snilld, þeir passa við allt og undir allt! H&M sjá meiraðsegja til þess að þeir séu í trend litum hvers seasons. Nude, Svartur og svo þessi gordjöss Burgundy litur, sem er aðal litur haustins, fengu pláss í skúffunni.


H&M

Síð Peysa með stórum kraga... Need I say more? Á talsvert magn af stórum peysum en held að þessi verði bara að fá að fljóta með, svo falleg!


Aldo Accessories

Baggý húfa og stór trefill, ég valdi svart því svart fer við allt. Ég er ein af þeim sem vill ekki hafa neitt bert þegar fer að kólna og gerist þá mikill húfu og trefla elskandi.





Steve Madden - Rascal Boots,  Steve Madden - Troopa Boots , Steve Madden - Tarny Studded Boots 

Army Boots! Við gallabuxur, kjóla, stórar peysur... ALLT! Það er hægt að vera í þykkum sokkum í þeim, þau eru mega þægileg, ef maður velur rétt þá eru þau ekki sleip í hálku, vatnsheld, til í óteljandi útgáfum... Besta skó uppfinning EvEr! Í minni skóhillu eru bæði til svört og ljós khaki.




Dúnvesti - Calvin Klein - Garment District

Síðast en ekki síst! Verð ég að láta fylgja dúnvestið frá Calvin Klein sem ég fann í Garment District, ólýsanlega kósý, hlýtt og notalegt. Hlakka mikið til að úti verði nógu kalt til þess að nota það!






No comments:

Post a Comment