Fyrir mér eru ilmvötn eins og hver annar aukahlutur, nauðsynleg til að fullkomna heildar útkomuna. Ég get ekki sagt að ég sé týpan sem fann mér ilmvatn fyrir 7 árum og hefur haldið sig við það síðan, síður en svo, ég elska að finna mér nýjan ilm og geri það um það bil á hálfs árs fresti. Á vorin og yfir sumarið laðast ég að sætum og seiðandi ilmum sem minna á hvítar strandir og kokteila, hinsvegar breytist fýlingurinn þegar fer að hausta og ég sækji meira í látlausari ilm.
Í sumar gekk ég með Viva La Juicy frá Juicy Couture. Einstaklega vel samsettur ilmur, sætur og fruity með Villiberjum, Mandarínum og Karamellu, sem fullkomna þennan tælandi sumarilm. Umbúðirnar eru ekkert smá stylish, sem skemmir sko ekki fyrir innihaldinu!
![]() |
Viva La Juicy - Juicy Couture |
En nú er haustið komið í mig! Ég er farin að klæða mig full vel miðað við 25° sem hitamælirinn sýnir enn og mig farið að þyrsta í mildara ilmvatn. Í mollinu mínu er snyrtivörubúðn Sephora, hún er alltaf með nýjustu og flottustu ilmvötnin í hillunum hjá sér og tilvalið að fara þangað til að browsa. Þar fann ég þrjú ilmvötn sem ég fílaði í tætlur;
Omnia Crystalline frá Bvlgari: Mjög léttur og þægilegur ilmur af Bambusi og perum.
Body frá Burberry: Létt kryddaður ferskju og blóma ilmur.
Light Blue - Dreaming In Portofino frá Dolce&Gabbana: Ferskur Sítrus ilmur með léttum ávaxta keim.
Eftir að hafa veifað prufu spjöldunum framaní mér í allan dag, hlutu Dolce&Gabbana vinninginn! Æðislega upplífgandi og ferskur ilmur.
Ég pantaði mér glas af Blue Light - Dreaming in Portofino hjá vinum mínum á Amazon, sem þýðir bara eitt...
Pakki til mín eftir helgi! Vúhúú!
No comments:
Post a Comment