Þangað til fyrir ekki svo löngu hafði ég ekki svo mikinn áhuga á brjóstahöldurum, þ.e.a.s. brjóstahöldurum fyrir mig. Þegar ég var ennþá á toppi gelgjunnar átti ég auðvitað glás af brjóstahöldurum í 10 mismunandi grænum lit. Svo stækkuðu brjóstin og þar sem að svart hefur þann eiginleika að ganga við allt, breyttist nærfata skúffan í tvo svarta, annar strapless, einn hvítan, og tvo fyrir "skemmtileg tilefni", if you know what I mean... Stærð 36B, ekkert sérstaklega þægilegir en ég meina, síðan hvenær eru brjóstahaldarar þægilegir? right? og tiltölulega boring!
Þegar kom að þeim tímapunkti sem ég var hætt að geta verið í þessum tveimur "fyrir skemmtileg tilefni" vegna óþæginda og hin brjóstahöldin orðnir frekar slöpp og ég tala nú ekki um neðripartana sem flestir höfðu fengið stimpilinn, "sá tími mánaðarins", var tími til kominn að endurnýja þessa fataskúffu.
Heimsókn til himnaríkis! -Victoria's Secret
Í himnaríki eru allar stærðir og gerðir brjóstahaldara sem þú getur ímyndað þér! ... Og ekki! En fyrst og fremst er þar boðið upp á brjóstamælingu, sem ég þáði, og viti menn! Ég er ekki með lítil brjóst eftir allt saman! Ég er heillri skál stærri en ég hélt eða 36C! Sem þýðir að sjálfsögðu að um leið og ég var komin í rétta stærð af brjóstahaldara með hinu fullkomna sniði var ég í fyrsta skipti í þægilegu aðhaldi og brjóstin á mér... KaBúmm!
Nokkrum vikum seinna fann ég svo aðra undirfatabúð! - Aerie
Alls ekki síðri en Victoria's og þjónustan uppá 10,5! Himneskir brjóstahaldarar en örlítið "smáatriði" sem særði tilfinningar mínar talsvert, þeir hanna ekki fullkomlega matching brjóstahaldara og nærbuxur. Þ.e.a.s. þú getur fundið undirföt sem ganga saman en þau eru ekki gerð til þess... Þrátt fyrir það sættist ég á endanum á "næstum í stíl" sem enginn tekur eftir nema ég!
Og þar sem ég er að rokka það að vera með brjóst! Datt mér ekki í hug að kaupa boring undirföt svo nú á ég bara undirföt merkt; "skemmtileg tilefni"!
Victoria's Secret
Aerie
And they all got a matching pantie!!
No comments:
Post a Comment