Þetta allt, jafnvel þó ég reikni samfestinginn með, fékk ég fyrir minni pening en ég hefði borgað fyrir skóna sem ég íhugaði fyrst að kaupa, ég get ekki sagt að ég sé ósátt við þann díl! Seisei nei!
![]() |
Mojo Moxy - Revenge... So expensive |
Liturinn er búinn að vera mjög vinsæll í sumar, fataskápurinn minn er a.m.k á því og þessi nude-bleiki litur verður geggjaður til að lífga upp á dökku litina sem koma inn fyrir haustið.
Þó þessi litur sé í miklu uppáhaldi hjá mér gat ég ekki annað en kúgast örlítið þegar ég sá þessar buxur í H&M! Hvað gengur fólki til? Ekki nóg með að þær séu gulllitaðar heldur datt einhverjum í hug að troða á þær blómamunstri í nude-bleika litnum... Beinustu leið í tískuslysa flokkinn!
gottmeðig - já þessar buxur eru segjum... hörmulegar
ReplyDeleteprófa bara
ReplyDelete