Ég á mér uppáhalds stað, það er að sjáflsögðu fataverslun og heitir
Garment District!
Garment District er Secondhand búð með föt allt frá 50's upp til dagsins í dag. Endalaust magn af gullmolum til að gleðja fataskápinn, hátíska á hlægilegu verði.
|
Garment District - á stærð við Hagkaup í Skeifunni
|
Þar sem að búðin er bara örfáum götum frá mér, geri ég mér ferð þangað a.m.k. einusinni í viku. Ég finn mér eitthvað fallegt í hvert einasta skipti og ætla ég að deila með ykkur nokkrum uppáhalds:
|
Skyrta m. Kúrekasniði frá Caché (Hluti af stuttbuxna drakt, báðir partar afskaplega fallegir en notist ALDREI saman!) - 22$ |
|
80's/90's Samfestingur (Fullkomið snið!) - 8$ |
|
Uppháar Vintage Gallabuxur frá Levis (Lööv) - 12$ |
|
Ekta Rússkinns Jakki (Bilað flottur!) - 28$ |
|
80's/90's Kjóll (Þetta mynstur og snið bræðir mig) - 8$ |
|
60's Samfestingur (Svo Smart!)- 5$ |
Eins mikið og ég fíla Spútnik, Nostalgíu og fleiri svoleiðis búðir, þá komast þær ekki með tærnar þar sem þessi hefur hælana, þá sérstaklega hvað verðin varðar!
Endalaus hamingja að finna svona gullnámur!
No comments:
Post a Comment